Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 182 . mál.


1176. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um starfsemi Menningarsjóðs út varpsstöðva.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     1 .     Hvert er hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva?
     2 .     Hverjar voru heildartekjur sjóðsins 1991?
     3 .     Hverjir skipa stjórn og úthlutunarnefnd þessa sjóðs?
     4 .     Hverjir hlutu styrk úr sjóðnum 1991 og 1992, hversu háan og til hvaða verkefna?
     5 .     Hvernig hefur verið staðið að auglýsingum eftir styrkumsóknum, almennt og á þessu ári sérstaklega?
     6 .     Hvernig er háttað skilagreinum um þau verkefni sem veitt hefur verið til?

    1. Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita framlög til eflingar innlendri dagskrár gerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu, sbr. 10. gr. útvarpslaga, nr. 68/1985. Sam kvæmt reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva, nr. 69/1986, sbr. reglugerð nr. 166/1991, um breytingu á þeirri reglugerð, veitir sjóðurinn íslenskum útvarpsstöðvum og innlendum framleiðend um dagskrárefnis framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu.
    2. Heildartekjur sjóðsins árið 1991 voru 88.652.272 kr. Nánari upplýsingar um rekstur sjóðsins koma fram í ársskýrslum fyrir árin 1990 og 1991, sjá fskj. I.
    3. Í stjórn sjóðsins eiga nú sæti Björg Einarsdóttir rithöfundur og Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Formaður sjóðsins hefur ekki verið skipaður, en Hrafn Gunnlaugsson hefur nú látið af störfum sem formaður sjóðstjórnar. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um úthlutun styrkja.
    4. Upplýsingar um hverjir hlutu styrk úr sjóðnum 1991 og 1992, hversu háan og til hvaða verk efna koma fram í fskj. I–III.
    5. Samkvæmt upplýsingum Menningarsjóðs útvarpsstöðva var fram til ársins 1992 almennt ekki auglýst eftir styrkumsóknum. Þótti að mati þáverandi sjóðstjórnar ekki þörf á að auglýsa opinber lega þar sem eingöngu útvarpsstöðvar áttu rétt á styrkjum úr sjóðnum. Eftir breytingu á reglugerð á árinu 1991, sbr. reglugerð nr. 166/1991, þar sem heimilað var að úthluta styrkjum einnig til sjálf stætt starfandi dagskrárgerðarmanna, var farið að auglýsa eftir umsóknum. Það var gert með auglýs ingu í öllum dagblöðum í janúar 1992. Úthlutun fór síðan fram í febrúar og mars það ár. Upplýsingar um þá sem hlutu styrki í það skipti og fjárhæð þeirra koma fram í fskj. II. Í desember sl. var aftur auglýst í öllum dagblöðum (og með skjáauglýsingum á báðum sjónvarpsstöðvunum) eftir umsókn um um styrki með umsóknarfresti til 10. febrúar 1993. Ákvörðun stjórnar um styrkveitingar af þessu tilefni liggja nú fyrir, sbr. fskj. IV.
    6. Samkvæmt upplýsingum sjóðsins var það skilyrði ávallt sett við afgreiðslu styrkja á árinu 1992 að styrkþegar skiluðu framvinduskýrslu innan sex mánaða frá móttöku hans. Allir þeir aðilar, sem fengið hafa styrki eftir hinum nýju reglum, hafa skilað slíkum framvinduskýrslum og í flestum tilfellum hafa verið veittir framhaldsstyrkir til verkefnanna. Sams komar skilyrði voru sett við greiðslu styrkja vegna úthlutunar sem fram fór í mars sl.





Fylgiskjal I.


Menningarsjóður útvarpsstöðva:


ÁRSREIKNINGUR 1990



Áritun endurskoðenda.


(12. október 1992.)



(Tölvutækur texti ekki til.)




ÁRSREIKNINGUR 1991



Áritun endurskoðenda.


(15. október 1992.)



(Tölvutækur texti ekki til.)



Bráðabirgðauppgjör fyrir árið 1992.


(Lagt fram á fundi stjórnar 9. febrúar 1993.)



    Staða 1. janúar 1992: 60.164.123.53 kr.
     Tekjur: Framlög útvarpsstöðva 64.402.426 kr., vaxtatekjur 3.110.419 kr. Tekjur námu samtals 67.512.845 kr.
     Gjöld: Styrkir til dagskrárgerðar 46.690.000 kr., laun stjórnar 630.000 kr., laun ritara 580.000 kr., annar rekstrarkostnaður, kostnaður vegna úthlutunar, auglýsingar í dagblöðum, leiga á sal, risna, kostnaður vegna funda, ljósritun, rekstrarvörur, póstkostnaður, launatengd gjöld o.s.frv. 720.800 kr. Gjöld námu samtals 48.620.800 kr.

    Staða 1. janúar 1993: 79.356.800 kr.
     Viðskiptakröfur (eftirfarandi tölur byggja á áætlunum þar sem skýrslum um auglýsingatekjur hefur ekki verið skilað) : Íslenska útvarpsfélagið hf. 50.000.000 kr., Aðalstöðin 7.000.000 kr., Sólin 3.000.000 kr. Samtals 60.000.000 kr.
     Skuldir: Sinfóníuhljómsveit Íslands, vegna ársins 1991, 45.500.000 kr., Sinfóníuhljómsveit Íslands, vegna ársins 1992, 48.000.000 kr. Samtals 93.500.000 kr.
    Skuldir eru miðaðar við 25% af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitarinnar eins og hann er áætl aður á fjárlögum fyrir árin 1991 og 1992. Sé miðað við 25% af framlagi ríkisins samkvæmt fjárlög um fyrir þessi ár eru tölurnar þessar:
    Fyrir árið 1991 23.500.000 kr. og fyrir árið 1992 24.750.000 kr. Samtals 48.250.000 kr.
     Eignir: Óbundin bankainnstæða 1. janúar 1993 79.356.168 kr., viðskiptakröfur 60.000.000 kr. Eignir samtals 139.356.168 kr.
     Eigið fé: 45.856.168 kr. (miðað við 25% af rekstrarkostnaði), 91.106.168 kr. (miðað við 25% af framlagi ríkisins).

Davíð Þór Björgvinsson.





Fylgiskjal II.


Fundargerð stjórnar Menningarsjóðs útvarpsstöðva.


(1. febrúar 1992.)



    Laugardaginn 1. febrúar 1992 kom stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva saman til fundar á Hót el Sögu. Fundurinn hófst kl. 11. Fundarefnið var úthlutun styrkja til framleiðslu dagskrárefnis. Mættir voru Hrafn Gunnlaugsson formaður, Björg Einarsdóttir og Guðni Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Davíð Þór Björgvinsson, ritari stjórnar.
    Eftirtaldir aðilar mættu á fundinn til að gera stjórn sjóðsins frekari grein fyrir umsóknum sínum: Viðar Víkingsson, Hilmar Oddsson, Bjarni Kristjánsson, fjármálastjóri Íslenska útvarpsfélagsins, Þorsteinn Helgason, Sveinn Magnússon, ide film, Baldur Hermannsson, Hringsjá, Ásthildur Kjart ansdóttir, Egill Eðvarðsson, Páll Steingrímsson og Guðjón Arngrímsson.
    Eftir að rætt hafði verið við framangreinda aðila var ákveðið að úthuta styrkjum sem hér segir:
     Viðar Víkingsson: „Á Stóra-Hrauni“. Undirbúningur að leiknum heimildamyndaflokki, 2.000.000 kr.
     Kvikmyndafélagið Nýja Bíó: Heimildamynd um Stephan G. Stephansson, 1.000.000 kr.
     Íslenska útvarpsfélagið hf.: Sjónvarpsþættir um umhverfisvernd, 3.500.000 kr.
     Þorsteinn Helgason: Undirbúningur að heimildamynd um Tyrkjaránið, 1.000.000 kr.
     Ide film (Helgi Felixson og Sveinn Magnússon): Heimildamynd um sögu lýðveldisins, 2.000.000 kr.
     Hringsjá (Baldur Hermannsson): „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“. Sjónvarpsmyndaflokkur um þverstæður í atvinnulífi Íslendinga, 3.000.000 kr.
     Ásthildur Kjartansdóttir og Dagný Kristjánsdóttir: „Mín liljan fríð“. Heimildamynd með leiknum atriðum um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund og skáldsögur hennar, 2.500.000 kr.
     Egill Eðvarðsson: „Blóðskömm“. Undirbúningur að leikinni heimildamynd, 1.000.000 kr.
     Páll Steingrímsson: Heimildamynd um sögu tónlistar á Íslandi, 1.500.000 kr.
     Hillingar — Saga Film: „Maður í frakka“. Leikin sjónvarpsmynd, 2.000.000 kr.
     Guðjón Arngrímsson: Handrit og heimildamynd um erfðir og umhverfisáhrif, 500.000 kr.
     Ríkisútvarpið, hljóðvarp:
     a .     Hrafnkelssaga rödduð, 500.000 kr.
     b .     Þáttaröð um hinn „burleska“ frásagnarhátt í bókmenntum Íslendinga, Frakka og Spánverja, 500.000 kr.
     c .     Gamanleikur — til að láta semja handrit að íslenskum gamanleikjum, 2.000.000 kr.
     d .     Framleiðsla útvarpsleikrits á vegum LA, 400.000 kr.
     e .     Íslensk framleiðsla . . . , 450.000 kr.
     Ríkisútvarpið Egilsstöðum: Hvalveiðar við Austurland, 140.000 kr.
     Ríkisútvarpið, sjónvarp:
     a .     Sögustaðir (heimildamynd), 4.000.000 kr.
     b .     Söngleikir, 1.200.000 kr.
     c .     Hálendi Íslands (heimildamynd), 1.000.000 kr.
     d .     Skólasaga (heimildamynd), 1.000.000 kr.
     e .     Jónas Hallgrímsson (heimildamynd), 3.000.000 kr.
     f .     Íslenskir vísindamenn (heimildamynd), 3.000.000 kr.
     Aðalstöðin: Upphaf og uppruni skipulagðrar fjölmiðlunar á Íslandi, 900.000 kr.
     Finnbogi Hermannsson: Heimildaþættir um menningarsögu Ísafjarðar milli stríða, 240.000 kr.
    Styrkir námu samtals 38.330.000 kr.
    Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13.30.



Fylgiskjal III.

Menningarsjóður útvarpsstöðva:


Tilkynning um úthlutun styrkja úr


Menningarsjóði Útvarpsstöðva.


(15. september 1992.)



    Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva hefur fjallað um framvinduskýrslur vegna verkefna sem veittur var styrkur til í febrúar sl. Alls bárust skýrslur frá 11 aðilum. Ákveðið hefur verið að úthluta framhaldsstyrkjum alls að fjárhæð 13.000.000 kr. til eftirtalinna verkefna:
     Viðar Víkingsson: „Á Stóra Hrauni“, 1.000.000 kr.
     Þorsteinn Helgason: Heimildamynd um Tyrkjaránið, 1.000.000 kr.
     Ide film (Helgi Felixson og Sveinn Magnússon): Bjarkarlauf — heimildamynd um sögu lýðveldisins, 1.000.000 kr.
     Hringsjá (Baldur Hermannsson): „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“. Sjónvarpsmynd um þverstæður í atvinnulífi Íslendinga, 3.500.000 kr.
     Ásthildur Kjartansdóttir og Dagný Kristjánsdóttir: „Mín liljan fríð“. Heimildamynd um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund og skáldsögur hennar, 3.500.000 kr.
     Egill Eðvarðsson: „Blóðskömm“. Leikin heimildamynd, 1.000.000 kr.
     Guðjón Arngrímsson: Heimildamynd um erfðir og umhverfisáhrif, 1.000.000 kr.
    Að auki var samþykkt að veita Einari Kárasyni og Friðrik Þór Friðrikssyni styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. til að hefja undirbúning að gerð kvikmyndar eftir skáldsögum þess fyrrnefnda, „Þar sem djöflaeyjan rís“ og „Gulleyjan“.

Hrafn Gunnlaugsson.


Björg Einarsdóttir.


Guðni Guðmundsson.





Fylgiskjal IV.


Fréttatilkynning frá Menningarsjóði útvarpsstöðva.


    Úthlutað var úr Menningarsjóði útvarpsstöðva á fundi stjórnar 20. mars 1993. Í stjórn sjóðsins eiga sæti Hrafn Gunnlaugsson formaður, Björg Einarsdóttir og Guðni Guðmundsson. Hrafn Gunn laugsson tók ekki þátt í úthlutun.
    Alls bárust umsóknir frá 85 einstaklingum og fyrirtækjum um styrki til 166 verkefna, samtals að fjárhæð 415 millj. kr. Úthlutað var samtals 79.645.000 kr. Auk þess var tveimur aðilum, Agli Eð varðssyni og Viðari Víkingssyni, veitt skilyrt loforð um styrk að fjárhæð 10 millj. kr. til handa hvor um.


I. STYRKIR TIL FRAMLEIÐSLU SJÓNVARPSEFNIS



1.         Framhaldsstyrkir til eldri verkefna.
     Baldur Hermannsson: „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“, 2,4 millj. kr.
     Ásthildur Kjartansdóttir og Dagný Kristjánsdóttir: „Draumur um draum“, sjónvarpsþáttur um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund, 2,4 millj. kr.
     Helgi Felixson og Sveinn Magnússon: „Bjarkarlauf“, heimildamynd um sögu lýðveldisins, 1 millj. kr.
     Íslenska kvikmyndasamsteypan hf.: Sjónvarpsmynd eftir skáldsögum Einars Kárasonar, 2 millj. kr.
     Þorsteinn Helgason: Heimildamynd um Tyrkjaránið, 2 millj. kr.
     Guðjón Arngrímsson: „Worlds Apart“ — heimildamynd um erfðir og umhverfisáhrif, 2,5 millj. kr.

2.         Styrkir til nýrra verkefna.
     Saga Film: Leikin heimildamynd um líf og starf Jóns Sigurðssonar forseta, 3 millj. kr.
     Birgir Sigurðsson: Heimildamynd um íslenskt almúgafólk, 3,5 millj. kr.
     Pegasus: „Ljáðu mér vængi“, sjónvarpsmyndaflokkur eftir sögum Ármanns Kr. Einarssonar um Árna í Hraunkoti, 3 millj. kr.
     Þorvaldur Gylfason: „Að byggja land“, sjónvarpsmynd um atvinnuþróun á Íslandi, 4 millj. kr.
     Kvikmyndafélag Íslands hf.: Heimildamynd um lífshlaup Eggerts V. Briem eðlisfræðings, 1 millj. kr.
     Hjálmtýr Heiðdal: „Hellisheiðarvegur“, 500 þús. kr.
     Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir: „Listakonan sem Ísland hafnaði“, sjónvarpsmynd um Nínu Sæmundsson, fyrstu höggmyndalistakonu Íslands, 2 millj. kr.
     Rammsýn: „Til þess eru vítin  . . . “, þáttaröð fyrir sjónvarp eftir handriti Einars Más Guðmundssonar, 3 millj. kr.
     Jón Egill Bergþórsson: Handrit að heimildamynd um Jóhann Sigurjónsson, 500 þús. kr.
     Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Þáttaröð um hugmyndahvarf Íslendinga á 20. öld, 1,1 millj. kr.
     Valur Ingimundarson og Árni Snævarr: „Baráttan fyrir alþjóðaviðurkenningu“, markmið Austur-Þjóðverja á Íslandi 1950–1973 (sjónvarpsmynd), 2 millj. kr.
     Jón Hermannsson: „Sjávarnýtingin“, sjónvarpsmynd um nýtingu á auðlindum sjávar, 2 millj. kr.
     Finnbogi Hermannsson: „Snillingurinn á Hólmi“, heimildamynd um Bjarna Runólfsson á Hólmi og samstarfsmenn hans, 800 þús. kr.
     Ríkisútvarpið, sjónvarp:
     a .     „Og hún á þessum aldri“, stuttmynd fyrir sjónvarp, 5,6 millj. kr.
     b .     „Blái hatturinn“, skemmtidagskrá með samnefndum söng- og leikhópi, 2 millj. kr.
     c .     Heimildamynd um Guðmund Hannesson lækni, 1,5 millj. kr.
     d .     Heimildamynd um Jón úr Vör, 3 millj. kr.
     e .     „Þið munið hann Jörund“, 7 millj kr.
     Íslenska útvarpsfélagið hf. (Stöð 2):
     a .     Sjónvarpsmynd um Kristján Jóhannsson óperusöngvara, 7 millj. kr.
     b .     „Sporðaköst“, sjónvarpsþáttaröð um stangveiði, 5 millj. kr.
     c .     Sjónvarpsþáttur um leiðtogafundinn í Reykjavík, 4 millj. kr.


II. STYRKIR TIL FRAMLEIÐSLU HLJÓÐVARPSEFNIS



     Ríkisútvarpið, hljóðvarp:
     a .      Rás 1: Ýmis verkefni, 2,445 millj. kr.
     b .      Rás 2: Sögur úr kaupstaðaferð, 600 þús. kr.
     c .      Rúv. Austurlandi: „Byggð í Breiðuvík“, 100 þús. kr.
     d .      Rúv. Ísafirði: „Gengið um Skutulsfjarðareyri“, 100 þús. kr.
     e .      Rúv. Akureyri: Þáttur um Ingimar Eydal, 200 þús. kr.
     Aðalstöðin: „Íslenska, það er málið“, 1,5 millj. kr.
     Ágúst Þór Árnason: Útvarpsþættir um söguleg réttarhöld, 300 þús. kr.
     Inga Huld Hákonardóttir: „Konur og kristni“, útvarpsþættir, 200 þús. kr.

F.h. stjórnar,



Davíð Þór Björgvinsson.