Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 420 . mál.


1187. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingarnar eru tvíþættar: Í fyrsta lagi er 1. gr. frumvarpsins breytt þannig að það er gert að meginreglu að innfluttar sjávarafurðir, sem ætlaðar eru til endurútflutnings, skuli aðgreindar frá innlendum afurðum þar til þær eru fluttar úr landi í stað þess að ráðherra hafi, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, heimild til að krefjast slíkrar aðgreiningar. Í breytingartillögunni er sjávarútvegsráðherra hins vegar heimilað að veita undanþágu frá meginreglunni. Í öðru lagi er sú breyting gerð á 2. gr. frumvarpsins að tiltekið er að upphæð þess gjalds, sem Fiskistofa innheimtir fyrir þjónustu sína, skuli miðast við að það standi undir kostnaði Fiskistofunnar við þjónustuna en í frumvarpinu var ekki tiltekið neitt hámark á gjaldið.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.

Alþingi, 5. maí 1993.



Össur Skarphéðinsson,

Árni R. Árnason.

Vilhjálmur Egilsson.


varaform., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Guðjón A. Kristjánsson.