Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 453 . mál.


1192. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, SP, IBA, GuðjG, RG).



    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á greininni:
         
    
    Við fyrri efnismálsgrein bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skal stjórnin tilnefnd til fjögurra ára.
         
    
    Við síðari efnismálsgrein bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skal gjaldtaka stofnunarinnar aldrei vera umfram heildarkostnaðinn við að veita þá þjónustu sem greitt er fyrir.
    Við 5. gr. Orðin „og þeim tekjum sem notendur hafa af þeim“ í lok fyrri efnismálsgreinar falli brott.