Framhaldsfundir Alþingis

74. fundur
Mánudaginn 24. janúar 1994, kl. 15:02:14 (3296)


[15:02]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Handhafar valds forseta Íslands hafa gefið út svohljóðandi bréf:
    ,,Handhafar valds forseta Íslands, skv. 8. gr. stjórnarskrárinnar, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, gjöra kunnugt:
    Vér höfum ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 24. janúar 1994, kl. 15.00.
Gjört í Reykjavík, 24. janúar 1994.

Davíð Oddsson, Salome Þorkelsdóttir,

Hrafn Bragason.




Davíð Oddsson.

Bréf handhafa valds forseta Íslands um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

    Framhaldsfundir Alþingis hefjast því á ný. Hæstv. forseta, hv. alþingismönnum, svo og starfsmönnum Alþingis, óska ég gleðilegs árs og þakka hið liða. Býð ég menn velkomna til þingstarfa og læt í ljós þá ósk og von að störf okkar megi vera landi og lýð til blessunar.