Fundarstjórn forseta og stuðningur við setningu bráðabirgðalaga

75. fundur
Mánudaginn 24. janúar 1994, kl. 16:53:58 (3341)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Samkvæmt þingsköpum þurfa að líða tveir sólarhringar frá því að frv. er útbýtt og þar til það verður tekið á dagskrá. Að öðru leyti þarf að leita afbrigða um að svo megi verða. Það þýðir að samkvæmt því getur þetta mál komið á dagskrá á miðvikudag. Þegar forsætisnefnd fjallaði um drög að dagskrá fyrir þessa viku var gert ráð fyrir frv. um stjórn fiskveiða á morgun. Nú hefur forseti heyrt athugasemdir við þetta og mun skoða það mál áður en frekari ákvörðun verður tekin.