Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 21:51:16 (3450)


[21:51]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér er fullkunnugt um að stjórnarskrá hefur verið breytt hvað þetta áhrærir, að þingið starfar núna allt árið. En ég veit að hv. þm. Ólafi Þórðarsyni er líka fullkunnugt um það að stjórnarskráin leyfði fyrir að þing yrði kallað saman þó það væri ekki að störfum, ef til þess væri pólitískur vilji. Og ég trúi því að hv. þm. Ólafur Þórðarson sé mér sammála um þetta, enda leikur enginn vafi á því, það skorti bara hinn pólitíska vilja. Það er mergurinn málsins og um það hef ég verið að fjalla. Það er kannski hægt að hlaupa frá kjarna málsins til formsatriða þegar illa stendur á og það gerist nú.