Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 22:37:46 (3466)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Í tilefni af þeim óskum sem hér hafa verið ítrekaðar og forseti reynt að svara strax og þær komu fram um það að fundi verði frestað, þá vill forseti vekja athygli á því að það var gott samkomulag um að þessi umræða færi fram í dag og henni skyldi lokið á einum degi eða í einni lotu. Og það má einnig vekja athygli á því að þetta er ekki síðasta umræða málsins sem núna fer fram. Það eru eftir 2. og 3. umr. í málinu og það var einnig ljóst í gær að hæstv. forsrh. yrði fjarverandi erlendis í dag og næstu daga. Forseti sér því ekki nein rök er hníga til þess að fresta málinu vegna þess og vill því biðja hv. þm. um að virða þennan úrskurð forseta þannig að við getum haldið áfram að ræða dagskrármálið.