Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 22:56:46 (3475)


[22:56]
     Stefán Guðmundsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Vegna þess sem kom fram áðan í máli hæstv. sjútvrh. vil ég að það komi fram vegna þess að ég veit að hann vill hafa það er sannara reynist að í gær þegar ég talaði undir liðnum ,,um stjórn þingsins`` fór ég fram á það við virðulegan forseta að dagskránni, sem fyrirhuguð var og búið að kynna, yrði breytt á þann veg að í staðinn fyrir að hér yrði rætt um frv. um stjórnun fiskveiða yrði tekið til við að ræða það frv. sem við höfum verið að fjalla um í dag, um bráðabirgðalög vegna vinnudeilu sjómanna. Það var ekki hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson sem kom með þá ósk, nema hann hafi tekið undir það með mér, en það var ég sem fór fram á að þetta yrði gert. Ég vil að það komi fram vegna þess að hæstv. sjútvrh. sagði annað áðan.