Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti vill í tilefni af þessari ræðu minna hv. þm. á það að skv. 55. gr. er hv. þm. heimilt að biðja um orðið til þess að bera af sér sakir eða um fundarstjórn forseta eða um atkvæðagreiðslu. Forseti óskar eftir því að hv. þm. haldi sig við efni þingskapagreinarinnar og ef þeir óska eftir að bera af sér sakir þá geri þeir það. Forseti gat ekki heyrt að hv. 8. þm. Reykn. væri að bera af sér sakir heldur ræða allt önnur málefni. Þess vegna óskar forseti eftir því að hv. þm. haldi sig við þingsköp.
    Hv. 5. þm. Suðurl. óskar eftir að bera af sér sakir.