Stöðvun verkfalls fiskimanna

77. fundur
Miðvikudaginn 26. janúar 1994, kl. 15:17:34 (3506)


[15:17]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Það er mjög til fyrirmyndar að sá forseti sem nú situr í stólnum hefur lesið þingsköpin og vitnar í þau. Fyrirspurn mín til forseta er hvort jafnræðis sé gætti með virðingu gagnvart greinum en 53. gr. kemur á undan þeirri 55. og hvort hæstv. forseti hafi gætt jafnræðis í virðingu sinni fyrir þessum tveimur greinum miðað við þá atkvæðatölu sem hér kom út áðan.