Starfshættir nefnda, vinnubrögð í landbúnaðarnefnd

77. fundur
Miðvikudaginn 26. janúar 1994, kl. 15:58:05 (3526)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Það er fyrirhugað að ljúka þessum fundi klukkan fjögur. Nú er klukkan fjögur. Enn óska tveir hv. þm. eftir að ræða fundarstjórn forseta. Áður en þeir taka til máls vil ég vekja athygli hv. þm. á því að það er ekki ætlast til þess samkvæmt þingsköpum að fjallað sé um störf þingsins þegar óskað er eftir að ræða fundarstjórn forseta. Í 50. gr. er fjallað um hvernig heimilt er að ræða störf þingsins og það gerðum við í upphafi fundar samkvæmt þingsköpum. Því óska ég eftir því að hv. þm. virði þingsköpin og ræði um fundarstjórn forseta ef þeir óska eftir að taka til máls á grundvelli þess ákvæðis.
    Hv. 3. þm. Austurl. óskar að bera af sér sakir.