Stjórnarfrumvarp um landbúnaðarmál

79. fundur
Mánudaginn 31. janúar 1994, kl. 15:09:32 (3572)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er rétt sem hv. 1. þm. Norðurl. v. benti á að það er ekki hægt að sýna á dagskrá, jafnvel ekki vikuskipulagi, mál sem ekki hefur enn komið til þingsins. Þannig háttar til um þetta frv., sem hv. þm. nefndi en forseti telur sig vita að von sé á því mjög fljótlega. Forseti getur ekki dagsett það. Undir eins og það gerist þá verður málið væntanlega tekið á dagskrá eins og þingsköp gera ráð fyrir. Eins og hv. þm. veit þarf tvo sólarhringa áður en slík mál koma á dagskrá.