Innflutningur á landbúnaðarvörum

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 13:44:31 (3626)


[13:44]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Sem svar við fyrispurn hv. þm. vil ég segja eftirfarandi:
    Texti frv. ásamt með viðaukum um vöruflokka tollskrár er vissulega fyrirliggjandi. Það sem ekki er endanlega útkljáð varðar spurningu um verðjöfnunargjöld. Sá þáttur málsins er tæknilegs eðlis og ég geri ráð fyrir því að þau mál verði leidd til lykta í dag eða á morgun og frv. þar af leiðandi lagt fram. En forsenda þess er sú, eins og fram kom í máli landbrh., að réttarstaðan verði sú hin sama og staða mála sú hin sama og hún var eftir lagabreytinguna fyrir jólin.