Innflutningur á landbúnaðarvörum

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 13:57:44 (3635)


[13:57]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Mér er vissulega ljóst að sú meginregla gildir að forseti semur dagskrá þingsins og leggur hana fyrir þingið. Ég vil einnig minna á það að samkvæmt þingsköpum er þingdeild heimilt að gera tillögur um dagskrá næsta fundar og ég vona að hæstv. forseta sé ljós sú alvara þessa máls að það sé ekki verið að kalla fram atkvæðagreiðslur hér í þinginu um dagskrá næsta þingfundar eða næstu þingfunda því að það gæti orðið að venju að það yrði ágreiningur um dagskrána ef ekki er tekið tillit til sanngjarnra óska eins og hér er verið að leita eftir að fá fram með góðu, viðleitni og niðurstöðu í því máli hvenær þetta mál verður tekið fyrir.