Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 15:55:20 (3650)


[15:55]
     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :

    Virðulegur forseti. Þetta voru svolítið fróðleg lokaorð þingmannsins um að sýna biðlund og þá fengi ég kannski að heyra einhver önnur sjónarmið en hann hefði túlkað hér. Ég leit nú svo á að þar sem hann talaði fyrstur af hálfu sjálfstæðismanna þá væri hann að túlka sjónarmið þingflokksins en það er greinilegt að við eigum eftir að heyra önnur sjónarmið. Það er þá ljóst í þessu máli eins og svo mörgum öðrum að það eru tveir flokkar í Sjálfstfl.