Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 15:56:22 (3651)


[15:56]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ræða hv. 3. þm. Reykn. er merkileg á margan hátt. Lengi lifi samkeppnin. Honum finnst eðlilegt að hjartasjúklingar og sjúklingar almennt, t.d. með lungnabólgu, hlaupi út um allan bæ til að vita hvar þeir fá lægsta lyfjaverð. Það er velferðarkerfið sem hann vill sjá. Finnst honum þá ekki rétt að það sé líka mismunandi verð á læknisþjónustu almennt þannig að sjúklingar hlaupi almennt á milli lækna til að vita hvar þeir geta fengið lægst verð? Hvers konar þjónusta verður það? Það verður að sjálfsögðu mismunandi góð þjónusta. Er það velferðarkerfið og samkeppnin sem hv. þm. vill sjá?