Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 16:18:49 (3657)


[16:18]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Geir H. Haarde var einn af þeim þingmönnum sem tóku þátt í umræðum milli þinga um að gera ýmsar lagfæringar á þessu frv. sem núna liggur fyrir. Það eru tvær spurningar sem ég vil spyrja hv. þm.
    Í fyrsta lagi: Leituðust menn við í þeirri vinnu að einangra þau vandamál er snúa að núverandi fyrirkomulagi, bæði í sölu, innflutningi og dreifingu lyfja í landið? Er það svo að þetta frv. sé niðurstaðan af því sem mönnum sýndist vera vænlegasta leiðin í þessum efnum?
    Í öðru lagi: Er það markmið Sjálfstfl., sem stendur að þessu frv. svo til óskiptur að mér sýnist, með frv. að lyfjaverð í landinu í landinu verði alls staðar það sama?