Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 16:23:35 (3660)


[16:23]
     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. er nú að fullyrða um hluti sem hann veit ekki um frekar en ég hverjir verða í framtíðinni. Það liggur í hlutarins eðli ef verðlagning á lausasölulyfjum er frjáls þá vitum við ekki nákvæmlega hvert verðið verður á hverjum stað á hverjum tíma. En ber að skilja hv. þm. þannig að hann sé að leggja til að það verði ákveðið sérstakt hámarksverð á lyfjum sem ekki eru lyfseðilsskyld? Ber að skilja hv. þm. þannig að hann vilji taka upp orðalag 40. gr., þar sem talað er um lyfseðilsskyld lyf, í 39.

gr. þar sem talað er um önnur lyf, þ.e. þau sem ekki þarf lyfseðil við? Það væri athyglisvert að fá það fram, það getur verið innlegg í starfið í þingnefndinni mundi ég telja.