Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 17:14:01 (3677)


[17:14]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. svörin. Ég skildi hann þannig að hann teldi ekki að það mundi skarast neitt varðandi nýju samkeppnislögin þó svo ríkið væri þarna með lyfsölu af því að það væri aðskilið sjúkrahúsrekstri. En ríkið rekur eftir sem áður þessa lyfsölu ef ég skil þetta rétt. En ég geri ekki veður út af því og ég vona að það skarist ekki af því að ég tel þetta vera mikilvægt.
    Varðandi seinni spurninguna. Þar sem þetta er algerlega frjálst með lyfjadreifingu og sölu getur ekkert land sem er með slíkt frelsi sýnt fram á að lyfjaverð hafi lækkað. Ef slíkt gerist hér verður það því heimsmet.