Húsnæðisstofnun ríkisins

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 17:28:17 (3680)


[17:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í framsöguræðu hæstv. félmrh. að 1. og 2. gr. eru til þess að húsnæðismálastjórn geti tekið ákvörðun um að sjóðurinn verði varðveittur á annan hátt en verið hefur, þ.e. í Seðlabanka Íslands, og það sé talið auka möguleika sjóðsins á ávöxtun. Ég vildi beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra hvort búið sé að skoða það hvar þessi ávöxtun eigi að fara fram. Eitthvað hlýtur að liggja á bak við að þetta er sett fram. Þetta hlýtur að hafa verið skoðað. Er verið að tala um lánastofnanir hér á landi eða er hugsanlega verið að tala um lánastofnanir erlendis? Er kannski hugsanlegt að húsnæðismálastjórn muni leita eftir því að ávaxta þetta fé, sem óneitanlega er mikill hluti af því fjármagni sem er í veltu hér á landi, erlendis?