Vandi skipasmíðaiðnaðarins

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 13:41:05 (3699)


[13:41]
     Iðnaðarráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin hefur nú þegar tekið margvíslegar ákvarðanir til stuðnings við íslenskan skipasmiðaiðnað.
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja af stað sameiginlegt þróunarverkefni sjávarútvegs og iðnaðar og hefur þegar verið ráðinn sérstakur verkefnisstjóri til þess verks.
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fé til slíkrar þróunarstarfsemi sem er mótframlag á móti framlagi frá iðnaðinum sjálfum, sjávarútvegi og væntanlega þróunarsjóðum Evrópubandalagsins.
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita jöfnunaraðgerðum til þess að tryggja samkeppnishæfni íslensks skipasmíðaiðnaðar til meiri háttar viðgerðar- og endurbótaverkefna.
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bjóða skipasmíðaiðnaðinum aðstoð vegna hagræðingarstarfa.
    Ríkisstjórnin hefur sett á fót nefnd í samvinnu við skipasmíðaiðnaðinn og starfsfólk í skipasmíðaiðnaði til þess að greiða fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu skipasmíðaiðnaðarins.
    Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt sérstakt fjárframlag til stuðnings við markaðsátak og markasöflun.

    Ríkisstjórnin er nú að ræða frekari aðgerðir og þær munu verða tilkynntar þegar niðurstaða hefur fengist í þær viðræður.
    Ég vil aðeins taka það fram að jöfnunartollar mundu ekki leysa það vandamál sem hv. þm. gerði að umræðuefni sínu hér, vandmálið er undirboð og jöfnunartollar leysa ekki slík vandamál, því miður.