Vandi skipasmíðaiðnaðarins

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 13:45:45 (3702)


[13:45]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Ég ætlaði nú ekki að sýna hæstv. ráðherra neina ósanngirni í þessu máli. Ég sagði að það væri gott og blessað það sem þeir hefðu ákveðið að gera. En það hefur engan tilgang ef það vantar undirstöðuna undir þessa atvinnugrein. Og hún er ekki komin nema menn taki á því vandamáli sem þarna er komið. Ég er sannfærður um að það er hér í þinginu fullur vilji til að taka á þessu máli og það mun örugglega verða hægt að koma breytingu á löggjöf í gegnum þingið mjög hratt og það þarf ekki einu sinni að lauma því í gegn, ég er viss um að það er nógur meiri hluti hér í þinginu til að vinna að þessu máli og gera það hratt og samt vel. Ég sagði undirboðs- og jöfnunartollum og það er ástæðulaust að snúa út úr því. Það er hægt að leysa þetta mál með þeim hætti og það á auðvitað að gera það. Og þessi ríkisstjórn á heiður skilið ef hún gerir það, ef hún gengur þessa göngu til enda, en ekki fyrr.