Eftirstöðvar fjár til atvinnuskapandi verkefna

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 13:47:16 (3704)


[13:47]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í desember sl. mældist eitt mesta atvinnuleysi hér á landi, 6,3% eins og kom fram í utandagskrárumræðu fyrir nokkrum dögum. Á sl. ári ákvað ríkisstjórnin að leggja einn milljarð kr. sérstaklega til atvinnuskapandi verkefna. Nú vil ég spyrja hæstv. fjmrh. að því hversu mikið var eftir af þessum milljarði, hversu mikið var ónotað af þessum milljarði um sl. áramót?