Hafnalög

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 14:43:09 (3725)


[14:43]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér er ekki alveg ljóst hvort ég hef borið mig rétt að í þessu. Hvort ég átti að koma upp með andsvar eða fremur athugasemd við fundarstjórn.
    Ég vil spyrja virðulegan forseta að því hvort það sé virkilega svo að hæstv. samgrh. ætli ekki að vera viðstaddur þessa umræðu. Við í minni hluta samgn., höfum margítrekað og lagt fram fyrirspurnir við meiri hluta samgn. og ekki fengið svör við spurningum sem við eigum allan rétt á að fá. Þess vegna hljótum við að gera þá kröfu að hæstv. samgrh. verði við þessa umræðu þannig að við getum þá beint spurningum til hans og hann geti svaraði því sem ósvarað er í þessu máli.