Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við atburðunum í Sarajevó

85. fundur
Þriðjudaginn 08. febrúar 1994, kl. 13:59:00 (3880)


[13:59]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Hér er um afskaplega vandasamt mál að ræða. Friðarumleitanir hafa ekki borið árangur og eftir því sem tíminn líður þá missir maður vonina um að þær muni koma að gagni. Það er svo sem búið að hóta á þessu svæði og það hefur ekki komið að gagni. Það er ekki hægt fyrir hinn siðmenntaða heim að bíða og horfa upp á þessu ósköp sem eru að gerast þarna. Vopnuð íhlutun virðist því miður vera eina lausnin. Þó er það deginum ljósara að hún getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og stigmögnun í för með sér.
    Utanrrh. var að spyrja um afstöðu okkar. Ég tel að það sé ekkert eftir annað en setja úrslitakosti með stuttum fresti. Þeim verður að sjálfsögðu að fylgja eftir og ef Serbar sjá ekki að sér og ég er því samþykkur að fengnu samþykki aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að NATO fylgi þessu hótunum eftir með vopnavaldi og styð þá afstöðu ríkisstjórnarinnar.