Hafnalög

85. fundur
Þriðjudaginn 08. febrúar 1994, kl. 17:28:47 (3907)


[17:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel rétt að vekja á því athygli að hér kemur annar stjórnarþingmaður í stól og tætir bókstaflega í sundur þetta frv. þar sem það stangast á við ýmsar greinar og greinilega ekki búið að hugsa til botns hvernig þetta frv. á að virka. Ég held að einmitt síðasti ræðumaður hafi gott vit á þessum málum vegna fyrri starfa og viti fullkomlega um hvað hann er að tala og ég fagna því að hann skuli hafa komið með þær ábendingar sem hann hefur gert.