Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

85. fundur
Þriðjudaginn 08. febrúar 1994, kl. 19:16:30 (3926)


[19:16]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil þakka hv. 6. þm. Reykv. fyrir svörin. Það kemur í ljós sem ég reyndar kannski vissi, það stóð í nefndarálitinu, að það hefði verið erfitt að fá svör og þykir mér það eins og ég lýsti áðan mjög slæmt að það skuli á engan hátt liggja fyrir og átta ég mig ekki alveg á af hverju þarf þá að hraða þessu máli svo í gegn því að ég sé ekki betur en það liggi ekkert á að gera þetta frv. að lögum þar sem svo mörgum spurningum er ósvarað. Hér segir einnig að það hafi komið fram að mér skildist í nefndinni að hæstv. dómsmrh. væri tilbúinn til að líta á þessi mál. Það þykir mér ekki fullnægjandi. Ég tel að það þurfi að liggja fyrir áður hvernig þessum málum á fyrir að koma ef þessu verður þá lofað. Auðvitað vona ég að þessu verði bara frestað og það verði ekki gengið frá þessum málum fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ég tel það ófullnægjandi að Alþingi sé að samþykkja lög með þessum hætti.