Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

86. fundur
Miðvikudaginn 09. febrúar 1994, kl. 13:58:22 (3935)


[13:58]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Þetta frv. fjallar um heimild til þess að leita að forúrskurðum hjá alþjóðlegum dómstóli, EFTA-dómstólnum sem settur er upp samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Þessi dómstóll er hugsaður sem sjálfstæð stofnun og íslenskur dómari sem þar situr er óháður íslenskri dómskipan. Íslenskir aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem teldu sig órétti beitta af eftirlitsstofnun EFTA yrðu að sækja mál sín fyrir þessum alþjóðlega dómstóli sem aðsetur hefur í Genf og Íslendingar gætu ekki leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstóli í málum sem falla undir þennan dómstól. Hér er um skýlaust brot að ræða á íslenskri stjórnarskrá, á 2. gr. og 61. gr. hennar, og ég segi nei.