Græn símanúmer

88. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 15:12:00 (4011)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Það skoðast samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum að vísa málinu til hv. samgn. ( Gripið fram í: Forseti. Þetta hlýtur að eiga að fara til félmn.) Símamál heyra undir samgrn. ( ÓÞÞ: Já, en þetta eru mannréttindi sem verið er að fjalla um eða alþýðuhjálp en ekki tæknimál Pósts og síma.) ( Gripið fram í: Ég óska eftir atkvæðagreiðslu.) Þar sem fram hafa komið athugasemdir þá mun forseti láta greiða atkvæði um þá tillögu að vísa málinu til samgn.