Kaup á björgunarþyrlu

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 15:23:51 (4014)


[15:23]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Vinnubrögð hæstv. ríkisstjórnar í þessu máli eru orðin móðgun við þingið og móðgun við íslenska þjóð. Hér eru gefnar yfirlýsingar eftir tímatali sem okkur sumum hverjum virðist að sé á þann veg að það passar í það minnsta ekki við tímatal manna. Hvort það passar við tímatal guðs skal ósagt látið því að fyrir honum er einn dagur sem þúsund ár eins og menn vita og óljóst hvað vikurnar ófáar gætu þá verið langur tími.
    En ég vildi þrengja ögn að hæstv. dómsmrh. og fá svör við því hvort hugsanlegt sé að hæstv. ríkisstjórn hyggist leysa þetta fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða eftir sveitarstjórnarkosningarnar.