Úthlutun aflaheimilda

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 16:10:11 (4035)


[16:10]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Hér er ákveðin fyrirspurn sem beint er til hæstv. sjútvrh. Umræðan snýst síðan yfir í það hvort vísindamenn viti fyrir víst hvað margir þorskar séu í sjónum í Atlantshafinu. Þeir sem efa að vísindamenn viti þetta eru bornir þeim sökum að vera gjörsamlega óábyrgir. Ég vil beina því til forseta hvort hann hafi kynnt sér það hvernig stóð á því að það var aldrei hægt að fá hæfa menn til að telja laxana í laxeldiskerunum. Hvort það sé meira afrek að komast að því hve mörg tonn hafi verið í laxeldiskerunum á þurru landi á Íslandi heldur en hafa sannar fréttir af magni á þorski í Atlantshafinu.