Greiðslur atvinnuleysisbóta til bænda

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 17:10:07 (4067)


[17:10]
     Fyrirspyrjandi (Jón Helgason) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir þessi svör en þau sýna að það er býsna lítill réttur sem bændur hafa fengið enn þá út á þær greiðslur sem þeir hafa greitt og eru enn að greiða í tryggingagjaldi. Það vekur athygli að engum hefur verið synjað vegna þess að þar sem tveir hafa unnið að búi er ekki lengur vinna nema fyrir einn. Það er augljóst að það er á ákaflega mörgum búum sem svo er og þar sem það mun vera í mörgum tilvikum að eiginkonan hættir fyrr störfum úti við en bóndinn þegar ekki er hægt að sækja vinnu utan heimilis, þá bitnar þetta að stórum hluta til á konum. Ég vil spyrja hæstv. félmrh. að því hvort henni finnist ekki þörf á því að breyta þessu þannig að konum, sem hafa misst algjörlega sína atvinnumöguleika við búreksturinn, verði tryggður einhver réttur.