Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 18:20:18 (4097)


[18:20]
     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Það er því miður oft svo að þá fyrst kemur til sálfræðihjálp þegar í óefni er komið. En hæstv. heilbrrh. minntist á í ræðu sinni áðan að starfandi væru sálfræðingar og félagsráðgjafar á Akureyri. Einmitt þar hefur verið gerð mjög athyglisverð tilraun um forvarnastarf í heilsugæslustöðinni þar sem gripið er inn í áður en til alvarlegs skaða kemur. Fulltrúar og starfsfólk þar hefur haft samband við hv. fjárln. og lýst þessu starfi sem öllum kom saman um að væri mjög áhugavert og hefði gefið góða raun. Ekki tókst okkur þó að fá það merkt í fjárlögum að til þessa væri lagt fé en virðulegur formaður nefndarinnar lofaði að hann skyldi sjá til þess að þessu starfi yrði veitt fjárveiting úr sameiginlegum sjóðum ráðuneytisins og ég vil aðeins ítreka það að hæstv. ráðherra beiti sér fyrir því. Ég held að þessi tilraun sé afar athyglisverð.