Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 16:26:41 (4124)


[16:26]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Margir hv. þm. biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir því að hlýða á ræðu hv. þm. Gunnlaugs Stefánssonar. Það hafði legið í loftinu að það mundi verða flutt hér sköruleg og kraftmikil ræða af hálfu Alþfl. sem gagnrýndi núverandi skipan. Það er skemmst frá því að segja að sú ræða var ekki flutt heldur voru hér ýmsar óljósar vangaveltur. Þannig að mig langar til að spyrja hv. þm.: Er það rétt skilið að þessi ræða hans feli það í sér að þingmaðurinn styður frv. sem hér er til umræðu nokkurn veginn í þeirri mynd sem það er flutt og hyggst ekki sjálfur flytja neinar sérstakar brtt. við það?