Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 18:03:08 (4138)


[18:03]
     Vilhjálmur Egilsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vissulega hafa fyrirtæki gripið til aðgerða á þessum samdráttartímum. Og þau hafa einmitt gripið til aðgerða sem m.a. hafa falist í því að notfæra sér þá möguleika til framsals og millifærslu á kvóta sem kvótakerfið hefur boðið upp á. Ef þessir möguleikar hefðu ekki verið til staðar væri ástandið í sjávarútveginum miklu verra heldur en það er í dag og tapið í gjaldþrotunum, sem hv. þm. nefndi, hefði ekki verið 7 milljarðar fyrir atvinnulífið í heild heldur kannski 17 eða 27 bara fyrir sjávarútveginn.