Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 19:38:41 (4147)


[19:38]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Gísli Einarsson sagði að hægt væri að beita veiðileyfagjaldi til að tryggja byggð í landinu og hann sagði: Ef því yrði beitt á réttan hátt. Nú langar mig til að spyrja hann: Á hvaða hátt er hægt að beita veiðileyfagjaldi þannig að hægt sé að treysta sjávarbyggð í landinu?