Endurskoðun grunnskólalaga

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 13:48:49 (4227)


[13:48]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Ég tel að staða málsins hafi lítillega skýrst en um þetta hefur mikið verið spurt, ekki síst af hálfu sveitarstjórnarmanna og þeirra sem standa að skólamálum í landinu. Það er upplýst að 18 manna nefndin, 17 plús 1 nefndin, 17 sjálfstæðismenn og 1 krati, sagði einhver, muni skila af sér bráðlega. En þá mun hennar starf fara til umsagnar eða kynningar hjá ýmsum aðilum áður en það kemur fyrir þingið. Ég tel því að í svari hæstv. ráðherra hljóti að hafa falist að komið verði langt fram í mars ef ekki marsmánuður liðinn áður en frv. lítur dagsins ljós á þingi og það er mjög seint í rassinn gripið --- ekki satt, hæstv. menntmrh., í ljósi þess að þingi verður væntanlega slitið snemma vegna sveitarstjórnarkosninga ef ekki óvænt eins og stundum hefur gerst.
    Í öðru lagi taldi hæstv. ráðherra enn tæknilega gerlegt að stefna að flutningi á grunnskólanum til sveitarfélaga 1995. Ég vil lýsa miklum efasemdum um að það sé raunhæft mat, hæstv. ráðherra.