Störf útvarpslaganefndar

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 13:55:09 (4232)


[13:55]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Mér er kunnugt um að fundur er boðaður í útvarpslaganefnd síðar í dag. Ég er ekki alveg viss um hvort það verður síðasti fundur nefndarinnar. Ég held þó að ég viti það rétt að að því hefur verið stefnt að það verði lokafundur nefndarinnar og ég fái þá frv. í hendur á næstu dögum.
    Varðandi nefndarálit þriggja manna nefndarinnar sem ég skipaði að beiðni útvarpslaganefndar til þess að athuga með skipulag Ríkisútvarpsins, ekki endilega það að það skyldi klofið í tvennt í hljóðvarp og sjónvarp. Það var aðeins eitt af því sem nefndinni var falið að kanna hvort væri heppileg skipan og þá tekið mið af þróun sem okkur var kunnugt að væri að gerast í ýmsum nágrannalöndum okkar. Ég sagði formanni nefndarinnar frá þeirri umræðu sem hér hafði orðið en verð að viðurkenna að ég hef ekki sérstaklega rekið eftir svari við því hvort eðlilegt væri aðð dreifa þessu nefndaráliti. Það fór af eðlilegum ástæðum beint til útvarpslaganefndar vegna þess að hún óskaði eftir því að þessi undirnefnd yrði sett í málið til að kanna sérstaklega skipulag Ríkisútvarpsins vegna þess að hún taldi sig ekki hafa neinar beinar heimildir til þess að fara beint inn í það mál.