Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1991 og 1992

92. fundur
Fimmtudaginn 17. febrúar 1994, kl. 11:34:51 (4281)


[11:34]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er aðeins eitt atriði sem hv. 1. þm. Vestf., formaður stjórnar Byggðastofnunar, nefndi sem vil ég gera að umtalsefni hér. Það var það atriði sem hann nefndi úr reglugerð um Byggðastofnun, varðandi heimild fyrir þá stofnun til að kaupa hlutafé eða eignast hlutafé í fyrirtækjum öðrum en þeim sem þar er sérstaklega getið um. Ég held einmitt að þau rök sem hv. þm. kom með varðandi viðskiptabankana og fleiri rök sem því tengjast gefi tilefni til þess að þetta ákvæði verði tekið til endurskoðunar þannig að samræmi verði þarna á milli. Ég vildi láta þess getið hér.