Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1991 og 1992

92. fundur
Fimmtudaginn 17. febrúar 1994, kl. 13:07:44 (4297)


[13:07]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Forseti lýðveldisins er æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Hv. 5. þm. Vestf. situr í stofnun sem er undir forsetann sett. Uni hann ekki slíkri setu ber honum að segja af sér. Svo einfalt er það því hann snýr þessu ekki við nema breyta stjórnarskránni. Menn verða að ná rökrænum áttum í því hvar þeir eru. Við búum við það að framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið er ekki jafnaðgreint og t.d. í Bandaríkjunum. Þannig er íslenska stjórnarskráin. Það þýðir ekki að ráðast á menn fyrir það að þeir fara að þeim lögum sem eru í gildi, menn verða þá að hafa döngun í sér til að leggja til breytingar á stjórnarskránni en ekki að fárast yfir hinu.