Aðaltollhöfn í Þorlákshöfn

94. fundur
Mánudaginn 21. febrúar 1994, kl. 15:17:42 (4344)


[15:17]
     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. samþingmanni mínum Guðna Ágústssyni fyrir að bera þessa fsp. hér fram. Ég vil ekki með sama hætti þakka alveg fullnægjandi svör frá hæstv. fjmrh. Ég held að það þurfi ekkert að bíða í einhver ár eftir endurskoðun á þessum málum. Þetta mál er dæmigerður prófsteinn á það hvort ríkisstjórn vill taka til hluta sem eru þarfir og nauðsynlegir í kjördæmi. Helmingur þingmanna Suðurlands styður þessa ríkisstjórn og að sjálfsögðu standa allir þingmennirnir að baki því að lausn sé fundin á þessu máli. Ég vildi mega vænta þess að fjmrh. skoði þetta mál með fullnægjandi hætti og að það verði tryggt á allra næstu tímum og þegar á þessu ári að þetta nái fram í Þorlákshöfn.