Viðræður ríkisins og BSRB

94. fundur
Mánudaginn 21. febrúar 1994, kl. 15:25:15 (4348)


[15:25]

     Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Í nóvember sl. sendi hæstv. fjmrh. frá sér yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Af yfirlýsingunni mátti skilja að meiningin væri að ræða við BSRB um ýmsa þætti í starfsemi ríkisins, þar með talin áform um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, en þau mál snerta ríkisstarfsmenn að sjálfsögðu.
    Nú vill svo til að í þinginu eru til meðferðar nokkur einkavæðingarfrumvörp og eru sum hver að komast á lokastig í vinnslu nefnda án þess að sérstakar viðræður hafi átt sér stað milli ríkisins og BSRB. Því vil ég spyrja hæstv. fjmrh. eftirfarandi spurninga:
  ,,1. Hvaða skýring er á því að viðræður ríkisins og BSRB hafa ekki hafist um ,,breytingar og nýskipan í ríkisrekstri, sem stjórnvöld ákveða, þar sem m.a. verði rædd þau áform um einkavæðingu einstakra stofnana sem á döfinni eru á hverjum tíma og þau mál sem að starfsmönnum viðkomandi stofnana snúa`` eins og segir í bréfi fjmrh. frá 28. nóv. 1993?
  2. Hvenær hyggst fjmrh. hefja viðræður við BSRB?``