Norræna ráðherranefndin 1993--1994

97. fundur
Fimmtudaginn 24. febrúar 1994, kl. 14:18:40 (4444)


[14:18]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Að gefnu þessu tilefni hv. 4. þm. Austurl. er mér ljúft að rifja það upp að við þingmenn stóðum allir að ályktun hér á Alþingi 5. maí sl. um stefnumótun varðandi samstarfið við Evrópubandalagið eins og það var þá kallað, nú Evrópusambandið. Og ég mun heils hugar standa að því að það verði unnt að framkvæma þá stefnu sem þar var mótuð en eins og hv. þm. minnist var þá strax tekið fram að sú stefna útilokaði ekki að einhvern tíma í framtíðinni kynnu menn að telja það skynsamlegt hér á landi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu eða Evrópusambandinu þannig að það eru engin nýmæli sem hafa komi fram í máli mínu hér. Þvert á móti erum við að endurtaka það sama og við töluðum um hér sl. vor.