Fríverslunarsamtök Evrópu 1993

97. fundur
Fimmtudaginn 24. febrúar 1994, kl. 16:07:06 (4463)

[16:07]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan nýta mér tækifærið andsvari til þess að inna hv. þm. Vilhjálm Egilsson betur eftir umræðum milli Mið- og Austur-Evrópuríkjanna og EFTA-ríkjanna um hugsanlega aðild þessara ríkja að EFTA og jafnvel EES. Í stað þess að sækja eftir inngöngu í EB á allra næstu árum, en þá er verið að líta á þennan kost, þ.e. EFTA eða EES, og þá sérstaklega EFTA í þessu tilfelli, sem eins konar stökkpall inn í nánara samstarf þeirra við Evrópuríkin. Það kemur fram í skýrslunni að þátttakendur í viðræðum um þessi mál hafa verið sammála um að hugsanleg aðild ríkja Mið- og Austur-Evrópu að EFTA væri einn af þeim valkostum sem skoða þyrfti og var lagt til, eins og hér segir, með leyfi forseta, ,, . . .  að hann yrði ræddur á næsta fundi þingmannafundar EFTA með þingmönnum frá Mið- og Austur-Evrópu.``
    Ég hefði viljað inna hv. 5. þm. Norðurl. v. eftir því hversu mikill áhugi þetta sé í raun og veru. Ég verð að segja eins og er að ég hafði fengið það á tilfinninguna að það væri takmarkaður áhugi fyrir

þessu og í Austur-Evrópu ekki litið á EFTA sem raunhæfan kost í þessu tilliti. Ég hef gjarnan óskað eftir því að hv. þm. skýrði örlítið betur frá undirtektunum á þessum fundum.