Fríverslunarsamtök Evrópu 1993

97. fundur
Fimmtudaginn 24. febrúar 1994, kl. 17:10:00 (4476)


[17:10]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Þetta var hvatning til norskra lögmanna sem ég var að lesa. Og það er rétt hjá hv. 3. þm. Reykv. að það er ekki verið að ræða stjórnarskrána sérstaklega í þessari grein. En það er verið að benda norskum lögmönnum á að nú dugi ekki lengur að dæma eftir norskum lögum. Á sama hátt er þetta ábending til íslenskra lögmanna að nú dugi ekki lengur að dæma eftir íslenskum lögum. Það þurfi að taka tillit til dómanna og þessa flóðs sem frá Brussel kemur. Og síðan ef ég mætti endurtaka, frú forseti, úr textanum.
    ,,Þetta þýðir að í norskum rétti bætast réttarreglur við sem við munum ekki endilega sjá þörfina fyrir, sem við verðum e.t.v. ekki efnislega samþykk og í formi sem við sjáum ekki hvar ætti heima.``
    Hvað þurfum við frekar vitnanna við?