Skráning notaðra skipa

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 15:18:24 (4488)


[15:18]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég vil láta það koma fram að svo framarlega sem skip er alfarið í íslenskri eigu með íslenskri áhöfn og uppfyllir eðlilegar öryggiskröfur þá tel ég eðlilegt að þau séu tekin á íslenska skipaskrá og sigli undir íslenskum fána. Með því vinnst það að veiðireynsla þeirra sem þau kunna að afla sér við veiðar á fjarlægum hafsvæðum nýtist okkur Íslendingum. Við stöðvum ekkert skipakaup með því að halda þeim undir erlendu flaggi. Reynslan sýnir að menn kaupa skip og flagga skipum út ef þeir fá ekki að hafa þau á íslenskri skipaskrá þannig að röksemd hæstv. samgrh. fannst mér nokkuð langsótt. Ég minni á það að Alþingi hefur að frumkvæði hæstv. samgrh. gengið svo langt að taka skip á skipaskrá sem var sokkið og þar að auki gamalt og lélegt. ( Gripið fram í: Hvaða skip var það?) Og ég tel að við eigum sem sagt að taka þessi skip á íslenska skipaskrá.