Frísvæði á Suðurnesjum

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 16:32:50 (4523)


[16:32]
     Fyrirspyrjandi (Árni R. Árnason) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin. Ég tek það fram vegna hinnar síðustu spurningar að ég skildi menn svo sem áttu fund með utanrmn. Alþingis að þessi tvö svæði, þ.e. samstarf flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli og Sandgerðisbæjar, væri eitthvað annað en starf á vegum ráðuneytisins sjálfs um stofnun frísvæðis á Suðurnesjum við Keflavíkurflugvöll. Af því tilefni fannst mér ástæða til að þessar upplýsingar kæmu fram í hv. þingi.
    Ég vil taka það fram að ég er í hópi þeirra manna sem telja nokkuð um liðið síðan við hefðum mátt vænta framkvæmdar á nokkrum af tillögum þeirrar nefndar sem við báðir höfum nefnt. Ég vona að þeirra sjái stað í sumar eins og ráðherrann tók fram og við munum á hausti þessa árs fjalla um frv. og ljúka á næsta þingi því starfi sem Alþingi þarf að gera og síðan ráðuneyti til þess að leggja endanlega drög að frísvæðinu sem við höfum talað um í nokkra áratugi.