Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 19:28:32 (4626)



[19:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að því var lofað með setningu bráðabirgðalaganna að það yrði leyst úr þessu ágreiningsefni mjög fljótlega og eins og segir í 1. gr., ,,fyrir 1. febr.`` Nú sit ég ekki í sjútvn. þingsins en hef þó haft fréttir af því að þangað hafi komið inn bréf frá hæstv. sjútvrh. þar sem hann dregur til baka tillögurnar um kvótaþing. Nú sé ég að einn hv. þm. í sjútvn. kinkar kolli yfir því þannig að það hlýtur að vera rétt. Það liggur jafnframt fyrir að það eru engar aðrar tillögur á borðinu um hvernig eigi að leysa þessi mál. Og mér þykir þá rétt að hæstv. sjútvrh. láti þá fljótlega í ljós eða komi fljótlega með einhverjar tillögur um það eða að þær muni þá líta dagsins ljós hér um leið og frv. um stjórn fiskveiða kemur til 2. umr. En eins og ég sagði áðan þá óttast ég að frv. um stjórn fiskveiða komi aldrei hér inn í þingið til 2. umr.