Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:25:48 (4643)


[21:25]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég var ekki kominn á þing 1971 og er ókunnugur þeirri bráðabirgðalagasetningu. Varðandi það hvernig ég muni greiða atkvæði þá er það ekki mitt að draga þessi lög í gegnum þingið. Þau eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Þau eru á ábyrgð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og ég ætla sannarlega ekkert að fara að hjálpa honum sérstaklega við það að koma þeim í gegnum þingið. Ég er ekki þar með að greiða atkvæði með því að hefja verkfall. ( Forsrh.: Jú.) Það er alls ekki. ( Forsrh.: Jú.) Það er alls ekki. Er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar búin að missa meiri hluta? Ég bara spyr? Ég átti kannski hálfpartinn von á því fyrir tveimur til þremur dögum en eftir að Jón Baldvin svínbeygði ykkur þá reikna ég með því að hann ætli að lofa hæstv. forsrh. að vera áfram hæstv. forsrh. enn um sinn eftir að hann var búinn að fá allt sem hann vildi í landbúnaðarmálunum.