Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á ári fjölskyldunnar

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 13:41:49 (4696)


[13:41]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :

    Hæstv. forseti. Þessi spurning var reyndar ansi viðamikil því að ég skildi það fyrst í upphafi að hv. þm. væri að ræða um atvinnumálin almennt, það er auðvitað viðamikil spurning, en undir lokin skildi ég spurninguna svo að hún væri að spyrja um einstök frumvörp sem lúta að málefni fjölskyldunnar. Slíkri spurningu ætti efnislega að beina til félmrh. Eins og hv. þm. veit og ábyggilega gleðst yfir, þá er til meðferðar í þinginu frv. um umboðsmann barna. Það hlýtur að verða að tengjast þessum þáttum. Einnig er unnið að stefnumótun og stefnuáætlun um málefni fjölskyldunnar af hálfu ríkisstjórnar.